það var mikið um að vera hjá okkur síðastliðin föstudag þegar Krummafótur hélt upp á 25 ára afmælið sitt með opnu húsi fyrir gesti og gangandi. Ótrúlega margir sem kíktu við, skoðuðu myndlistasýninguna okkar og fengu sér köku og kaffi. Við náðum því miður ekki myndum af öllum en fullt af skemmtilegum myndum engu að síður. Takk allir fyrir komuna, þetta var skemmtilegt:)
Við fengum afhenta veglega gjöf á dögunum frá Sænes ehf í tilefni af 25 ára afmæli Krummafótar. Okkur hefur lengi langað að eignast Einingakubba og varð sú ósk að veruleika með þessari gjöf. Börnin alsæl og glöð og hófust strax handa við að byggja.