Álfaganga á Skælu

Fimmtudaginn 8. nóvember fórum við í seinni Álfagönguna með grunnaskólanum. Í þetta skiptið var ferðinni heitið uppá Skælu þar sem Björn Ingólfsson tók á móti okkur og sagði okkur álfasögur af svæðinu. Allt tókst þetta með besta móti og börnin voru mjög áhugasöm og fundu m.a. nokkrar álfadyr á stórum steinum á leiðinni heim.