Leikskólinn

Leikskólinn

Leikskólinn Krummafótur er til húsa að Lækjarvöllum 5 á Grenivík og rekinn af Grýtubakkahreppi. Leikskólinn var byggður 2001 og er einnar deildar. Í upphafi var hann ætlaður börnum frá 2 – 6 ára en árið 2007 var farið að taka inn 1 árs börn og lagfæringar gerðar innahúss til að svo gæti orðið. Í dag er áfram ein deild en með börnum frá 12 mánaða til 6 ára.

 

Stærð húsnæðis er 149,4 m² auk viðbyggingar sem er 41,4 m²

Heildar leik- og kennslurými er þá 104 m²

Stærð lóðar 1784.2 m²

Ráðist var í að bæta við skólann vegna stöðugrar aukningar barna og þ.a.l. vöntunar á plássi. Í ágúst 2012 var lóðin  á milli Krummafótar og Krummasels tekin undir viðbyggingu sem tengir þessi tvö hús saman. Þar með fékkst viðbót upp á tæplega 40  fermetra sem í er stórt herbergi, 20 m² og góður gangur þar sem hægt er að hafa vagna. Þessi viðbygging var tekin í notkun í janúar 2013.

 Til að ná markmiðum laga um leikskóla og aðalnámskrár skal þess gætt að nægilegt rými sé fyrir hvert barn á hverri deild þar sem meginhluti umönnunar, náms og uppeldis fer fram. Skipulag og hönnun leikskóla á að taka mið af áætluðum hámarksfjölda barna í skólanum, samsetningu og þörfum barnahópsins, aldri barna og lengd dvalartíma.

Nemendur Krummafótar eru 21 í vetur. Þeir voru flestir rúmlega 39 upp úr aldamótunum en hefur smá saman fækkað. Nemendafjöldi hefur verið í kringum 30 undanfarin ár og erum við því óvenju fá í ár.