jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Krummafótar

 Jafnréttisáætlun Krummafótar á við nemendur, foreldra, kennara og aðra starfsmenn leikskólans. Hún nær til jafnréttis kynjanna samkvæmt lögum nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Einnig tekur hún mið af Jafnréttistefnu Grýtubakkahrepps og til annarra skilgreindra hópa sbr. jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar 65 gr.laga nr.33/1944:

“Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna”.

Mikilvægt er að tryggja jafnrétti í víðum skilningi til að hæfileikar allra fái notið sín og leikskólinn njóti þess mannauðs sem býr í hverjum og einum. Lögð er því áhersla á að komið sé fram við allt fólk af virðingu og á uppbyggilegan hátt og lagst gegn hvers konar einelti. Lögð er áhersla á að í leikskólanum sé unnið gegn viðhorfum sem leitt gætu til aðstöðumunar vegna kyns, kynþáttar, trúarbragða, uppruna, fötlunar og kynhneigðar.

 

 Stefna leikskólans í jafnréttismálum

 Megin markmið

 

  • Að stuðla að jafnrétti kynjanna á sem viðtækustum grunni.
  • Að koma fram við alla kennara, starfsmenn, foreldra og nemendur af virðingu.
  • Stuðla skal að því að gæta jafnréttis í öllu starfi.
  • Að kennsluhætir séu fjölbreyttir og leikefni og viðfangsefni höfði til beggja kynja.
  • Að kröfur okkur séu jafnar á drengi og stúlkur í leik og starfi.
  • Leggja skal áhersla á góðan staðblæ, sem hvetur til góðra og skapandi verka.
  • Að feður og mæður séu jafngild í foreldrasamstarfi.
        
        

 Kennarar og aðrir starfsmenn

 

  • Gæta skal jafnréttis hvað varðar ábyrgð og þátttöku kennara og annarra starfsmanna í starfshópnum, greiða skal jöfn laun og tryggja sömu kjör fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf.
  • Gæta skal að því að auglýsingar og kynningarefni  höfði til beggja kynja.
  • Tryggja skal að kennarar og aðrir starfsmenn hljóti fræðslu um jafnréttismál.
  • Tryggt skal að jafnréttissjónarmiða sé gætt við stöðuveitingar.
  • Leitast skal við að jafna hlutfall kvenna og karla.
  • Lögð er áhersla á að kennarar og aðrir starfsmenn geti eflt kunnáttu sína og hæfni.
  • Lögð er áhersla á jákvætt andrúmsloft, þar sem mannauðurinn er nýttur og öll framlög og allar hugmyndir njóta virðingar.

 

 Launajafnrétti

Konur og karlar sem starfa hjá leikskólanum Krumafæti eiga að fá sömu laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Það er að laun skulu ákveðin á sama grundvelli fyrir konur og karla. (tilv. 19. Gr. 10/2008)

 

Laus störf, starfsþjálfun og endurmentun

Starf sem er laust til umsóknar skal standa opið jafnt konum sem körlum. Tryggja skal að konur og karlar njóti sömu möguleika til endurmenntunar, símenntunar og starfsþjálfunar. Einnig til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings fyrir önnur störf. (tilv. 20. Gr 10/2008)

           

Nemendur

 

  • Leikefni og viðfangsefni skulu höfða til allra nemenda.
  • Kennsluhættir skulu vera fjölbreyttir.
  • Markvisst skal unnið gegn stöðluðum kynímyndum stúlkna og drengja.
  • Nemendur skulu hljóta fræðslu um jafnréttismál til að búa þá undir jafna þátttöku í samfélaginu.
  • Gæta skal að jafnrétti í öllu starfi leikskólans.

 

 Á Krummafæti fer jafnréttisfræðsla fram í gegum skipulagt starf með umræðum og lestri bóka þar sem fjallað er um málefnið. Einnig gefst kennaranum oft gott tækifæri til fræðslu í frjálsum leik barnanna þegar réttar aðstæður skapast. Leitast er við að kennsluefni og leikföng höfði jafnt til beggja kynja Jafnframt eru börnin undirbúin sem best fyrir þátttöku í samfélaginu með þátttöku í fjölbreyttum verkefnum innan sem utan skólans.

 

 Foreldrar

  • Litið er á feður og mæður sem jafngild í foreldrasamstarfinu.
  • Beina skal samskiptum og orðum jafnt til feðra og mæðra þegar um sameiginlegt forræði barns er að ræða, hvort sem foreldrar eru í sambúð eða ekki.
  • Samskipti við foreldri sem ekki fer með forsjá barns eru samkvæmt      fyrirmælum 52.gr. barnalaga, nr. 76/2003.

 

 Á Krummafæti er haft að leiðarljósi að samskipti við foreldra barnanna byggist á jafnréttisgrundvelli. Svo framarlega að báðir foreldrar hafi umgengnisrétt við barnið. Foreldrasamtöl eru hugsuð fyrir báða foreldra og ef hafa þarf samband vegna veikinda eða annars sem viðkemur barninu skal haft samband við báða foreldra jafnt.

 

 

Réttur til upplýsinga um barn.

 

Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá frá hinu upplýsingar um hagi þess, þar á meðal varðandi heilsufar þess, þroska, dvöl á leikskóla, skólagöngu, áhugamál og félagsleg tengsl.
Það foreldri sem ekki hefur forsjá barns á rétt á að fá upplýsingar um barnið frá leikskólum, skólum, sjúkrahúsum, heilsugæslu- og félagsmálastofnunum,félagsmálanefndum, barnaverndarnefndum og lögreglu. Réttur samkvæmt þessari málsgrein felur ekki í sér heimild til að fá upplýsingar um hagi forsjárforeldris.
Stofnunum og stjórnvöldum, sem nefnd eru í 2. mgr., er þó heimilt að synja um upplýsingar ef hagsmunir foreldris af því að notfæra sér þær þykja eiga að víkja fyrir mun ríkari almanna- eða einkahagsmunum, þar á meðal ef telja verður að upplýsingagjöf sé skaðleg fyrir barn.

Skjóta má synjun um upplýsingar um barn skv. 3. mgr. til sýslumanns innan tveggja mánaða frá því að foreldri var tilkynnt um ákvörðunina. Ákvörðun sýslumanns samkvæmt þessari málsgrein verður ekki kærð til dómsmálaráðuneytis.

Þegar sérstaklega stendur á getur sýslumaður ákveðið að ósk forsjárforeldris að svipta hitt foreldrið heimild til að fá upplýsingar skv. 2. mgr. Um kæru slíkrar ákvörðunar sýslumanns fer skv. 78. gr.

  

Kynferðisleg / kynbundin áreitni og einelti
 

Kynferðisleg áreitni/kynbundið áreiti líðst ekki í leikskólanum Krummafæti og á það við um alla, jafnt börn sem fullorðna. Verði einhver fyrir slíkri framkomu hefur sá hinn sami rétt til að tilkynna háttsemina til leikskólastjóra, deildarstjóra eða trúnaðarmanns.

 

Kynferðislegt áreiti sbr. lög um jafna stöðu og jafna rétt kvenna og karla nr. 10/2008,2.gr
Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi kynferðisleg hegðun sem er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynferðisleg áreitni ef það er alvarlegt

 Kynbundin áreitni sbr. lög um jafna stöðu og jafna rétt kvenna og karla nr. 10/2008,2.gr

„Hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin getur verið líkamleg, orðbundin eða táknræn. Eitt tilvik getur talist kynbundin áreitni ef það er alvarlegt“ ..

Leikskólinn stuðlar að því að stjórnendur, kennarar og aðrir starfsmenn skólans fái fræðslu um kynferðislega og / eða kynbundna áreitni.