Lubbi

Lubbi er íslenskur fjárhundur. Hann er duglegur að gelta og þá heyrist "voff - voff". En Lubba langar mikið til að læra að tala. Þá þarf hann að læra öll íslensku málhljóðin. Hann veit að þegar hann hefur lært þau öll losnar um málbeinið og hann getur leyst frá skjóðunni. Hann hefur öruggleg frá mörgu að segja.

Í Krummafæti fara börnin í Lubbastundir einu sinni í viku. þar læra þau málhljóðin og stafina á skemmtilegan hátt í gegnum leiki, sönglög og þrautir.