Álfaganga að Grenjá

Undanfarna daga höfum við verið að læra um álfa og huldufólk sem er mjög skemmtilegt. Síðastliðinn föstudag fórum við í gönguferð að Grenjá  eða rústum Árbakka með 1-5 bekk úr grunnskólanum. Síssa sagði okkur sögur sem gerðust á þessu svæði í gamla daga og sögur sem tengdust ákveðnum álfasteinum sem við skoðuðum. Áður en heim var haldið skildum við eftir tvær mandarínur handa álfunum :)