112 dagurinn

Í tilefni af 112 deginum heimsótti Keli slökkviliðsstjóri okkur. Hann ræddi við okkur um það hvernig við eigum að bregðast við ef að kviknar í og eins ef einhver meiðir sig mikið. Hann kenndi okkur líka 112 númerið og sýndi okkur 112 lagið. Að lokum sýndi hann okkur slökkviliðsbílinn sem var mjög skemmtilegt. Fengum meira að segja að prófa sírenurnar :)