Liðin vika

Snjórinn mætti með læti í vikunni sem leið og vakti mismikla kátínu í Krummafæti..... Þorrinn hófst einnig í dag með bóndadegi og Þorrablóti hér í leikskólanum. Ýmislegt var á boðstólnum og margir smáir og fáir stórir sem létu vel að íslenska þorramatnum.