Litlu jól og liðin vika

Vikan einkenndist þó nokkuð af jólum þó svo að veðrið hafi vægast sagt verið leiðinlegt með rigningu og roki. Börnin létu það nú ekki á sig fá og fóru út alla dagana enda mikil dugnaðforkar hér á ferð. Hefð er orðin fyrir því að elstu börnin skreyti jólatréið og sáu Bjarki og Jana um það í ár með miklum myndarbrag.

Við héldum svo uppá litlu jólin í dag. Fengum piparkökur og heitt súkkulaði, dönsuðum kringum jólatréið og fengum góða gesti. Í hádeginu var svo tilheyrandi hangikjötsveisla frá Mathúsinu. Eftir óvenjulegan morgun þar sem spennustigið er hærra en vanalega er gott að taka því rólega eftir hádegið sem við ætum okkur svo sannarlega að gera.