Nemandi vikunnar

Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Mmmmmm, ég veit það ekki alveg

Hefur þú einhverntíman hjálpað einhverjum? Já mömmu og pabba að smíða og taka loftnetið og þá áttum við mús sem slapp

Hefur þú einhverntíman orðið reiður? Já ég man ekki meir

Hvað gerir þig glaðan? Að horfa á hvolpasveit

Hvort finnst þér skemmtilegra að leika úti eða inini? Af hverju? Inni, útaf því að ég á hvolpadót

Hvað finnst þér best að borða? Sko svona minihamborgarai með káli, kjöti og tómatsósu og eitthvað annað

Hvað gerir þú til þess að hjálpa til heima? Að leita af músinni, hún er ennþá týnd !!

Hvað ertu gamall? Hvenær áttu afmæli? 4 ára, en ég man ekki hvenær ég á afmæli

Getur þú sagt mér frá einhverju í herberginu þínu? Ég er með koju og það er blátt og ég sef í kojunni

Getur þú sagt mér brandara? Haha jáh hann er skrítinn og ég man hann ekki alveg