Öðruvísi vika

Óhætt er að segja að síðasta vika hafi verið frábrugðin öðrum hjá okkur hér í Krummafæti. Við dvöldum í grunnskólanum á meðan að lagður var nýr gólfdúkur í leikskólanum. Allt heppnaðist þetta eins og best verður á kosið og nutu börnin sín bara nokkuð vel. Spennandi var að fara í íþróttahúsið eftir hádegismatinn og stutt var í berjamóinn. Nú erum við komin "heim" aftur sem er ósköp gott líka.