Jólapeysu/húfudagur

Það var jólastemmning hjá okkur í dag þó svo að veðrið úti sé ekki sérlega jólalegt. Við klæddum okkur uppá í til efni dagsins og mættum í jólapeysum og með jólahúfur. Við bökuðum líka piparkökur sem við ætlum að skreyta í næstu viku og gæða okkur á þann 19 desember þegar við höldum upp á litlu jólin hér í Krummafæti :)