Öskudagur

Mikið líf og fjör hjá okkur í dag eins og alltaf á öskudegi. Eins og myndirnar sýna var mikið stuð á öskudagsballinu hjá eldri börnunum, mikið dansað m.a. ásadans, stoppdans, fugladansinn og hóký póký. Allir fengu svo að lokum popp og snakk í poka. Yngstu börnin höfðu það kósý á meðan og jöppluðu á cheeriosi og rúsínum. Eldri börnin fóru og sungu í Grýtu og á Grenilundi og komu með smá gotterí til baka handa öllum. Pylsusjoppan var svo á sínum stað í hádeginu.