Síðasta vika

Þvílík vika að baki sjaldan verið eins mikið um að vera. Á mánudaginn heimsóttu grunnaskólabörnin okkur í árlegri kyndlagöngu og sungu fyrir okkur nokkur vel valin jólalög. mjög hátíðlegt og skemmtilegt. Á þriðjudaginn heimsótti Keli okkur fyrir hönd slökkviliðsins og sýndi okkur verkefnið um Loga og Glóð. Ekki skemmdi fyrir að slökkviliðsbílinn var einnig til sýnis sem vakti mikla lukku.  Á miðvikudaginn bauð amma Inga ( amma Péturs Inga ) elstu strákunum okkar  í gróðurhúsið til sín þar sem boðið var upp á heitt kakó og smákökur. Á fimmtudaginn var svo komið að elstu gaurunum okkar að skreyta jólatréið, en árlega fær elsti árgangurinn það hlutverk og útkoman var nú ekki af verri endanum. Aldeilis skemmtilegir tímar hjá okkur :)