Sveitaferð í Fagrabæ

Árleg sveitaferð var að þessu sinni í Fagrabæ.  Það er alltaf jafn gaman að fara í heimsókn í fjárhúsin, fá að sjá  nýfæddu lömbin, klappa þeim aðeins og jafnvel halda á þeim þ.e. þeir sem þora. Hænur og  litlir hænuungar vöktu líka mikla kátínu og svo komum við heim með góðan slatta af eggjum sem við fegnum að gjöf og mun nýtast okkur vel hér í Krummafæti.  Takk kærlega fyrir okkur Halla, Einar Gummi og Magga :)