Útskriftarferð elstu barna

Við heimsóttum slökkviliðið á árlegum Loga og Glóð degi þar sem elstu börn leikskólans koma í heimsókn. Strákarnir kíktu líka í heimsókn til Ella í Storm og fengu að skoða hin ýmsu tæki og tól. Á heimleiðinn fengum við okkur ís og kíktum í heimsókn á Safnasafnið til afa hans Þóris. Skemmtileg ferð sem heppnaðist vel í alla staði og Lubbi kallinn fékk að fylgja strákunum eftir í öllu sem þeir tóku sér fyrir hendur.