Fréttir

Mars 2022

Það er alltaf líf og fjör í Krummafæti hvort sem um ræðir, útiveru, inniveru, matartíma, lestrarstund eða frjálsan leik.
Lesa meira

Afmælisbörn í febrúar

Þau Klara Eyfjörð og Pétur Ingi eru afmælisbörn febrúarmánaðar. Pétur Ingi varð 5 ára þann 18. febrúar og Klara Eyfjörð varð 3 ára þann 26. febrúar. Við óskum þeim innilega til hamingju með daginn sinn.
Lesa meira

Öskudagur

Öskudagurinn var heldur fámennur og með örðu sniði en vanalega sökum Covid 19. EN við gerðum það besta úr stöðunni, hér má sjá nokkrar myndir frá deginum.
Lesa meira

Kósýdagur í dag

það var nú aldeilis notalegt hjá okkur á kósýdeginum í dag. Jóga, nudd, kertaljós og naglalakk gerist ekki betra.
Lesa meira

Vikan 7-11 febrúar 2022

Börnin höfðu gaman af útiverunni í vikunni þrátt fyrir mikinn kulda og snjó. Minnsta liðið okkar fékk þó að leika inni í salnum þegar frostið var komið yfir 10°.
Lesa meira

Frjáls leikur

Frjáls leikur er stór partur af leikskólastarfi þar sem börn geta skapað og gleymt sér í leik. Það getur verið ótrúlega gaman að fylgjast með ýmsu skemmtilegu sem kemur upp hjá bönunum þegar þau fá að ráða ferðinni sjálf og bregða sér í hin ýmsu hlutverk í leiknum.
Lesa meira

Útivera

Það er óhætt að segja að íslenska veðrið er allskonar eins og sést vel á þessum myndum sem teknar eru með u.þ.b viku millibili.
Lesa meira

Þorrablót og vasaljósadagur

Það var ýmislegt um að vera hjá okkur í leikskólanum í upphafi árs. En í janúar nánar tilekið á Bóndadaginn héldum við Þorrablót með tilheyrandi ljúfmeti sem fór misvel í mannskapinn. Við vorum einnig með vasaljósadag sem er alltaf spennandi í skammdeginu.
Lesa meira

Afmælisbörn í Janúar

þessar góðu vinkour eru afmælisbörn janúarmánuðar hjá okkur í Krummafæti en þær Hrefna Karítas og Eva Steinunn urðu báðar þriggja ára í mánuðinum, Hrefna þann 11. og Eva þann 31. Við óskum þeim stöllum innilega til hamingju með daginn.
Lesa meira

Litlu jólin 2021

Við héldum upp á litlu jólin okkar í dag með tilheyrandi jólastemningu, jólasveinum, jólamat, dönsuðum í kringum jólatréið, hlustuðum á jólalög og ýmislegt fleira. Ekki vildi allir fá mynd af sér með jólasveinunum sem er bara allt í góðu :)
Lesa meira