Við erum búin að tína allskonar ber í vikunni sem er að líða. Jarðarber í garðinum hjá Síssu og svo bæði bláber og krækiber. Uppskeran var ekki mikil en nóg til að gleðja lítil hjörtu sem ýmist týndu uppí sig jafnóðum eða settu í krukku.
Það er alltaf gleði hjá börnunum þegar þau snúa aftur í leikskólann eftir sumarfrí :) það var búið að bæta við rólum sem vakti kátínu og svo héldum við m.a. hatta og sólgleraugnadag og kvöddum elsku Evu Steinunni sem er flutt til Akureyrar og komin í nýjan leikskóla.
Það voru þrír snillingar sem fögnuðu afmæli í júnímánuði í Krummafæti. Mía Teresa og Hrefna Rún deila afmælisdegi þann 10. júní. Mía varð þriggja ára og Hrefna tveggja og óskum við þeim til hamingju með dagana sína :) Aron Ellert varð svo sex ára þann 15. júní og óskum við honum einnig til hamingju með daginn sinn :)
það er ýmislegt búið að brasa í júni í Krummafæti. Má þar nefna skordýraviku, andlitsmálun og bangsadag svo eitthvað sé nefnt. Svo fengum við líka lánaðan hoppukastala einn fyrripart sem var æði :)
Það voru þrír galvaskir drengir sem útskrifuðust í Krummafæti 31. maí síðastliðin. það hefur verið hefð fyrir því að útskriftarárgangurinn bjóði til veislu og það varð engin breyting þar á í ár.