Við vorum óvenju sein að útskrifa elstu börn í ár en þau Alexander Jan, Stefán Atli og Thelma Nilakshi héldu útskriftina sína í gær með því að bjóða mömmu og pabba í bíó og kaffi á eftir. Í Krummabíó var sýnd mynd sem tekin var í útskriftarferðinni þeirra í maí síðastliðin.
Júlí var sannkallaður íþróttamánuður þar sem við héldum tvo íþróttadaga. Sá fyrri var haldin innindyra sökum veðurs en sá seinni útivið þegar sólin lét sjá sig að nýju.
í júní skiptust á skin og skúrir í veðrinu eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Börnin láta það samt ekkert á sig fá og eru alltaf með sól í hjarta:)
Elsti árgangurinn okkar fór í útskriftarferð á dögunum. Líkt og síðustu ár fóru þau og heimsóttu slökkviliðið á Akureyri á Loga og Glóð deginum þar sem allir leikskólar á Akureyri koma í heimsókn.Einnig kiktu þau í Kjarnaskóg og gerðu margt fleira skemmtilegt.
Það er alltaf gaman að fá gesti í heimsókn til okkar og eru mömmur engin undantekning á því. Hér má sjá nokkrar myndir frá mömmukaffinu ásamt öðru skemmtilegu.