Fréttir

Afmælisbörn í Krummafæti í nóvember

Það voru tveir töffarar sem áttu afmæli í nóvember hjá okkur. Antonio Jan varð 2 ára þann 23. nóvember og Alexander Jan varð 5 ára þann 25. nóvember. Við óskum strákunum innilega til hamingju með daginn sinn.
Lesa meira

Nóvember í Krummafæti

Það var ýmislegt brasað í Krummafæti í Nóvember, danssýning hjá elstu börnunum, pabbakaffi og skólaheimsókn svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira

Október í Krummafæti

Það er ýmislegt búið að brasa í Krummafæti í október. Má þar helst nefna bleikan dag og hrekkjavöku og svo lét fyrsti snjórinin líka sjá sig sem er alltaf fagnaðarefni.
Lesa meira

Afmælisbörn í október

það voru fjórir litlir snillingar sem fögnuðu afmælisdegi í október í Krummafæti. Hlynur Daði varð tveggja ára og Melkorka Rún eins árs 2. október. Stefán Atli varð fimm ára þann þriðja ogThelma varð fimm ára þann fjórða. Við óskum öllum þessum snillingum til hamingju með daginn sinn :)
Lesa meira

Síslað í september

það er ýmislegt sem búið er að brasa í september hjá okkur í Krummafæti. Ber þar hæst að nefna velheppnaða fjöruferð þar sem við fundum ekki eina heldur tvær marglyttur :)
Lesa meira

Berjadagar

Við erum búin að tína allskonar ber í vikunni sem er að líða. Jarðarber í garðinum hjá Síssu og svo bæði bláber og krækiber. Uppskeran var ekki mikil en nóg til að gleðja lítil hjörtu sem ýmist týndu uppí sig jafnóðum eða settu í krukku.
Lesa meira

Aftur í leikskólann

Það er alltaf gleði hjá börnunum þegar þau snúa aftur í leikskólann eftir sumarfrí :) það var búið að bæta við rólum sem vakti kátínu og svo héldum við m.a. hatta og sólgleraugnadag og kvöddum elsku Evu Steinunni sem er flutt til Akureyrar og komin í nýjan leikskóla.
Lesa meira

Afmælisbörn í júnímánuði.

Það voru þrír snillingar sem fögnuðu afmæli í júnímánuði í Krummafæti. Mía Teresa og Hrefna Rún deila afmælisdegi þann 10. júní. Mía varð þriggja ára og Hrefna tveggja og óskum við þeim til hamingju með dagana sína :) Aron Ellert varð svo sex ára þann 15. júní og óskum við honum einnig til hamingju með daginn sinn :)
Lesa meira

Brasað og brallað í júní

það er ýmislegt búið að brasa í júni í Krummafæti. Má þar nefna skordýraviku, andlitsmálun og bangsadag svo eitthvað sé nefnt. Svo fengum við líka lánaðan hoppukastala einn fyrripart sem var æði :)
Lesa meira

Útskrift

Það voru þrír galvaskir drengir sem útskrifuðust í Krummafæti 31. maí síðastliðin. það hefur verið hefð fyrir því að útskriftarárgangurinn bjóði til veislu og það varð engin breyting þar á í ár.
Lesa meira