01.09.2023
Það er alltaf gleði hjá börnunum þegar þau snúa aftur í leikskólann eftir sumarfrí :) það var búið að bæta við rólum sem vakti kátínu og svo héldum við m.a. hatta og sólgleraugnadag og kvöddum elsku Evu Steinunni sem er flutt til Akureyrar og komin í nýjan leikskóla.
Lesa meira
30.06.2023
Það voru þrír snillingar sem fögnuðu afmæli í júnímánuði í Krummafæti. Mía Teresa og Hrefna Rún deila afmælisdegi þann 10. júní. Mía varð þriggja ára og Hrefna tveggja og óskum við þeim til hamingju með dagana sína :) Aron Ellert varð svo sex ára þann 15. júní og óskum við honum einnig til hamingju með daginn sinn :)
Lesa meira
30.06.2023
það er ýmislegt búið að brasa í júni í Krummafæti. Má þar nefna skordýraviku, andlitsmálun og bangsadag svo eitthvað sé nefnt. Svo fengum við líka lánaðan hoppukastala einn fyrripart sem var æði :)
Lesa meira
02.06.2023
Það voru þrír galvaskir drengir sem útskrifuðust í Krummafæti 31. maí síðastliðin. það hefur verið hefð fyrir því að útskriftarárgangurinn bjóði til veislu og það varð engin breyting þar á í ár.
Lesa meira
02.06.2023
Það er ýmislegt búið að bralla í maímánuði í Krummafæti bæði úti og inni :)
Lesa meira
02.06.2023
það var aldeilis gaman að fá að kíkja í heimsókn í sauðburðinn á Grund. Börn og starfsfólk skemmti sér konunglega. Takk fyrir okkur Hóbba og Inga :)
Lesa meira
02.06.2023
Elstu gaurarnir okkar hafa heimsótt 1. bekk í grunnskólanum með reglulegu millibili í vetur. Nú í maí fengu þeir að skella sér með í sundkennsluna.
Lesa meira
19.05.2023
það var nóg um að vera hjá elstu drengjunum okkar síðastliðin þriðjudag en þá fóru þeir í útskriftarferð inn á Akureyri. þeir fóru í heimsókn á slökkviliðsstöðina, á flugsafnið og í kjarnaskóg svo eitthvað sé nefnt. Ótrúlega skemmtilegt :)
Lesa meira
12.05.2023
Við buðum mömmu í morgunkaffi í tilefni af mæðradeginum 14. maí næstkomandi. það var því líf og fjör í morgunsárið hjá okkur:) Nokkrar myndir frá deginum áður fylgja með þegar við fengum óvænta heimsókn frá lögreglunni sem var að athuga með ganga mál á víkinni fögru.
Lesa meira
25.04.2023
Við höfum fengið góða viðbót í sandkassan hjá okkur en Bjarni í áhaldahúsinu smíðaði fyrir okkur glæsilegt eldhús og nú er eldað eins og engin sé morgundagurinn.
Lesa meira