Fréttir

Síðasta vika

Þvílík vika að baki sjaldan verið eins mikið um að vera...
Lesa meira

Jólahúfu/peysudagur 2021

Það var jólalegt um að litast hjá okkur í Krummafæti í dag. Litlir jólasveinar klæddir í jólapeysur og jólahúfur máluðu piparkökur og hlustuðu á jólalög. Það vantaði samt þó nokkra sveina þar sem það hefur verið þónokkuð um veikindi hjá okkur þessa vikuna.
Lesa meira

Piparkökur

Við skreyttum piparkökur í morgun og hlustuðum á jólatónlist. Sumum fannst samt best að fá að smakka aðeins glassúrin og jafnvel smá af kökunum líka:)
Lesa meira

Lubbastund

Það er svo gaman í Lubbastundum á föstudögum og best af öllu er að fá að knúsa Lubba vel og lengi :)
Lesa meira

Nóvember

það var dundað og leikið hjá okkur í nóvember, inni og úti. Fyrsti almennilegi snjórinn kom sem vakti mikla kátínu hjá litla fólkinu okkar sem rúllaði upp stærðar snjóbolta sem gaman var að klifra í og höggva eins og hjá Karíus og Baktus :)
Lesa meira

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman þar leika allir saman, leika úti og inni og allir eru með......
Lesa meira

Risaeðlur

Risaeðlur hafa veriði fyrirferðamiklar í Krummafæti undanfarnar vikur enda ótrúlega skemmtilegar og forvitnilegar verur. Við erum búin að lesa, teikna, búa til og horfa á Riseðlur og orðin ótrúlega fróð um margt sem tengist þeim.
Lesa meira

Danskennsla

Þá er danskennslunni lokið þetta árið og stóðu okkar menn sig með prýði á sýningunni okkur og öðrum gestum til gleði og yndisauka. Hér eru nokkrar myndir frá síðustu æfingunni fyrir sýninguna. Við þökkum Elínu danskennarar einnig fyrir gott samstarf að vanda.
Lesa meira

Eldfjallagerð hjá Hrútahóp

Ingibjörg og strákarnir í Hrútahóp eru alveg hreint mögnuð. Búin að útbúa eldfjall sem fengið hefur að gjósa og Labba áleiðis á Höfðann til að ná í mosa sem fær að umkringja eldfjallið. Eldfjallið fær svo nýtt hluterk í næstu viku þegar Risaeðlur verða í aðalhlutverki hjá okkur.
Lesa meira

Bleikur október

Í dag er bleikur dagur hjá okkur til stuðnings bleiku slaufunni og allra þeirra kvenna sem greinst hafa með krabbamein. Bleik föt, bleikt naglalakk, dans og söngur getur ekki klikkað :)
Lesa meira