08.12.2022
Það voru tvö afmælisbörn í Krummafæti í dag. Þórður Geir er þriggja ára í dag og Zofia verður þriggja ára þann 18. desember næstkomandi. Þann dag verður Zofia farin í jólafrí til Póllands og því upplagt að halda uppá daginn með vini sínum. Við óskum þeim innilega til hamingju með dagana sína :)
Lesa meira
08.12.2022
Keli kom í heimsókn til okkar 1. des síðastliðin. Hann var með létta fræðslu fyrir elstu börnin um eldvarnir og viðbrögð í eldsvoða. Hápunkturinn var svo þegar hann mætti með slökkviliðsbílinn í hlaðið og sýndi allar græjurnar sem hann hefur að geyma.
Lesa meira
18.11.2022
Það var ýmislegt um að vera hjá okkur í vikunni sem er að líða. Krufning á Lýsu, heimsókn í frystihúsið og allskonar föndur og fínerí sem tengist hafinu. Auk alls þessa komu tveir nýjir nemendur í Krummafót, þau Logi og Glóð. Fallegir gullfiskar sem gleðja börn og starfsfólk.
Lesa meira
11.11.2022
Það var notaleg og heimilisleg stemmning hjá okkur í morgunsárið þegar pabbar, afar, ömmur og frændar kíktu í heimsókn til okkar í tilefni af feðradeginum sem er næstkomandi sunnudag 13. nóvember.
Lesa meira
11.11.2022
Þau Stefán Atli og Thelma Nilakshi urðu bæði 4 ára í október. Stefán þann 3. og Thelma þann 4. Við óskum þeim innilega til hamingju með dagana sína :)
Lesa meira
28.10.2022
Við héldum smá hrekkjavökugleði í morgunsárið. Börn og starfsfólk mætti i búningum og leikskólinn var skreyttur hátt og lágt. Að sjálfsögðu var svo smá dansiball.
Lesa meira
21.10.2022
Árlegur bleikur dagur var haldin hjá okkur síðastliðin föstudag 14. október. Þann daginn klæðum við okkur i bleik föt, fáum bleikt naglalakk og jafnvel bleikan varalit. Allt saman jafn æðislegt :)
Lesa meira
21.10.2022
Á dögunum sömdu börnin reglur fyrir útiveruna i Krummafæti. Hér ætla allir að leggja sig framm við að vera góð hvert við annað, enda eiga öll dýrin í skóginum að vera vinir:) Við erum líka voða dugleg að klæða okkur uppá og snyrta hvort annað örlitið, það er svo kósý:
Lesa meira
30.09.2022
Það voru tvær skvísur sem áttu afmæli í september í Krummafæti. En Eldey Amelía varð 1 árs þann 5. september og Amelía varð 3 ára þann 16. september. Við óskum þeim innilega til hamingju með daginn :)
Lesa meira
30.09.2022
Það var heilmikið um að vera hjá okkur í liðinni viku eins og myndirnar bera með sér.
Lesa meira